Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. október 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi vill þjálfa landslið Katar
Mynd: Getty Images
Barcelona goðsögnin Xavi væri til í að fá tækifæri til að þjálfa landslið Katar í fótbolta.

Xavi flutti til Katar fyrir tveimur árum. Hann batt þá endi á 17 ára dvöl sína hjá Barcelona og samdi við Al-Sadd.

Xavi er ekki enn hættur að spila fótbolta, en hann er strax farinn að hugsa um þjálfun.

Hann vill fá tækifæri með landslið Katar, en Heimsmeistaramótið árið 2022 verður haldið í landinu.

„Ég er hérna til að hjálpa leikmönnum svo þeir geti barist við þá bestu í heiminum," segir Xavi. „Markmið mitt er að verða þjálfari landsliðsins í Katar, það væri gott fyrir mig."

„Ég hef það forskot að þekkja leikmennina og umhverfið hérna mjög vel," sagði Xavi enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner