Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 27. ágúst 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Vængir Júpíters á leið til Svíþjóðar - Mæta atvinnumönnum
Vængir Júpíters eru Íslandsmeistarar í Futsal.
Vængir Júpíters eru Íslandsmeistarar í Futsal.
Mynd: Vængir Júpiters
Vængir Júpíters fara á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir taka þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar í Futsal. Vængirnir unnu Íslandsmótið fyrr á árinu en í Meistaradeildinni mæta þeir Leo Futsal frá Armeníu, KMF Celik frá Svartfjallalandi og IFK Uddevalla Futsal frá Svíþjóð.

„Við rennum svolítið blint í þetta, sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekkert spilað futsal frá því í janúar en við gerum alltaf þær væntingar að gefa okkur alla í leikina og sjá hverju það skilar okkur. Erum með futsal kempur og svo unga pjakka sem elska skærin sín í þessu liði, það mun henda okkur langt," sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari Vængjanna við Fótbolta.net í dag.

„Við höfum aðeins skoðað hin liðin á videoi. Þetta eru atvinnumannafutsal lið með útlendinga og menn að fá borgað, teknískir djöflar sem myndu samt ekki lifa af dag í hörkunni í 3.deildinni. Liðið sem heldur keppnina er með völl fyrir 2.400 manns og reikna má með fullu húsi þegar Vængirnir mæta til Uddevalla."

Vængir Júpíters eru í toppbaráttunni í 3. deildinni en þeir unnu topplið Dalvík/Reyni 1-0 á heimavelli í gær.

,Við höfum ekkert æft Futsal í sumar útaf íslandsmótinu þar sem við erum ennþá í blússandi séns og allur fókus á það. Hefðum viljað meiri undirbúning en við fáum núna nokkrar æfingar til að gera okkur klára. Þetta hefur lítið sem ekkert truflað hópinn, menn hafa verið vel gíraðir á verkefnið í deildinni en eftir leikinn gegn Dalvík var fagnað inn í klefa með meistaradeildarlaginu og lítið annað talað um en Uddevalla og meistaradeildina."

Fylgist með Vængjunum í Svíþjóð
Twitter: @fcvaengir
Instagram: vaengir_jupiters
Facebook
Snapchat: fcvaengir

Hér verður bein útsending frá leiknum gegn Leo Futsal
Athugasemdir
banner
banner