Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 02. september 2018 23:26
Elvar Geir Magnússon
Lið 19. umferðar: Fjórir fulltrúar frá FH
Daníel Laxdal er í liðinu.
Daníel Laxdal er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Færeyingurinn Jákup Thomsen er í úrvalsliðinu.
Færeyingurinn Jákup Thomsen er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliði 19. umferðar Pepsi-deildarinnar, auk þess sem þjálfari umferðarinnar er Ólafur Kristjánsson.

Robbie Crawford skoraði tvö mörk þegar FH burstaði KR 4-0 í baráttunni um Evrópusæti og er í liðinu. Þar er einnig varnarmaðurinn Rennico Clarke og færeyski sóknarmaðurinn Jákup Thomsen sem komst á blað í leiknum.



Íslandsmeistarar Vals tóku eitt stig á Akureyri en eru samt á toppnum. Kristinn Freyr Sigurðsson var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli KA og Vals.

Haraldur Björnsson heldur áfram að vera funheitur með Stjörnunni en liðið saxaði á forskot Vals með því að vinna 3-1 útisigur gegn Fjölni. Daníel Laxdal var maður leiksins og Þórir Guðjónsson var besti maður Grafarvogsliðsins og kemst í úrvalsliðið.

Í Vestmannaeyjum gerðu ÍBV og Víkingur 1-1 jafntefli og eiga sinn fulltrúan hvort lið. Geffrey Castillion kom Víkingi yfir í leiknum og varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon, sem hefur átt öflugt tímabil og skapað sér nafn í deildinni, var besti leikmaður ÍBV.

Emil Ásmundsson var maður leiksins í naumum 2-1 sigri Fylkis gegn Keflavík og Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Breiðabliks, var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Grindavík.

Sjá einnig:
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner