Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 29. ágúst 2018 22:53
Elvar Geir Magnússon
Lið 15. umferðar: Fjórir úr leik kvöldsins
Kristinn Freyr er í úrvalsliðinu.
Kristinn Freyr er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur átti öflugan leik í Vestmannaeyjum.
Ásgeir Börkur átti öflugan leik í Vestmannaeyjum.
Mynd: Raggi Óla
15. umferð Pepsi-deildarinnar lauk loks í kvöld þegar toppliðin Stjarnan og Valur gerðu 1-1 jafntefli. Aðrir leikir umferðarinnar voru um og eftir verslunarmannahelgina.

Fjórir leikmenn úr toppslagnum eru í úrvalsliði umferðarinnar. Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður Vals, var valinn maður leiksins en Kristinn Freyr Sigurðsson, sem kom Val yfir í leiknum, er einnig í úrvalsliðinu.

Þá eiga Stjörnumenn tvo fulltrúa en það eru miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson og miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson.



Fylkismenn heimsóttu Þjóðhátíð og unnu mikilvægan 1-0 sigur á ÍBV þar sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson var maður leiksins. Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er einnig í úrvalsliðinu og þjálfari umferðarinnar er Helgi Sigurðsson.

Breiðablik vann 1-0 sigur gegn KR í umferðinni. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði sigurmarkið, aðeins örfáum dögum eftir að hann kom úr láni frá Víkingi Ólafsvík. Annar Bliki sem kannast vel við Ólafsvík er í úrvalsliðinu, miðvörðurinn Damir Muminovic.

Rodrigo Mateo og Sito, leikmenn Grindavíkur, eru í úrvalsliðinu eftir 2-1 sigur gegn Víkingi Reykjavík. Sito skoraði sigurmarkið í leiknum. Þá var Brandur Olsen maður leiksins í 1-1 jafntefli KA og FH. Sá færeyski jafnaði fyrir FH í blálok leiksins.

Sjá einnig:
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner