Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Niðurtalningin - Eftirvænting fyrir Óskarsbolta á Meistaravöllum
Niðurtalningin - Silfurskeiðin mætir með læti
Niðurtalningin - Frændurnir fara yfir allt það helsta á Skaganum
Tveggja Turna Tal - Danni og Jói Laxdal
Útvarpsþátturinn - A&B, vika í Bestu og Dóri Árna
Niðurtalningin - Er fólk að sofa á FH?
Niðurtalningin - Bikarinn er á brekkunni
Niðurtalningin - Bjartir tímar FRAMundan
Niðurtalningin - Sögulegt sumar í Mosó
Niðurtalningin - Taka tvö hjá Vestra
Niðurtalningin - Eyjamenn koma fagnandi
Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars
Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason
Útvarpsþátturinn - Atli Viðar um landsliðið og Bestu
Herra HK kveður völlinn - Rauður og hvítur í öll þessi ár
Enski Boltinn - Fyrsti titill Newcastle í 70 ár
Hugarburðarbolti GW 29 Newcastle bikarmeistari. 70 ára bið lokið!
Útvarpsþátturinn - Uppfærð spá, Besta og landsliðið
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Hugarburðarbolti GW 28 Hinn heilagi andi ætlar sér í meistaradeildina!
banner
   mið 10. október 2018 09:00
Fótbolti.net
Nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar um knattspyrnu kvenna
Nýafstaðin Pepsi-deild skoðuð í fyrsta þætti
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn er í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um íslenska knattspyrnu kvenna. Fyrsti þáttur varð aðgengilegur í gær en í honum fara þáttastjórnendurnir, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, yfir gang mála í Pepsi-deild kvenna í sumar. Ræða tímabilið og velja bestu leikmenn hvers liðs í deildinni.

Hugmyndin er svo að taka upp fleiri þætti og skoða boltann frá fleiri hliðum. Landsliðsmálin eru til að mynda í brennidepli núna og verða tekin fyrir í næsta þætti. Þá er ætlunin að fá gesti í þáttinn og kynnast knattspyrnukonunum okkar betur, jafnt atvinnukonum og þeim sem spila hér heima.

Hægt er að nálgast þáttinn ásamt öðrum hlaðvarpsþáttum Fótbolta.net, Innkastinu, Miðjunni og Návígi á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".
Athugasemdir
banner
banner