Nýafstaðin Pepsi-deild skoðuð í fyrsta þætti
Kominn er í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um íslenska knattspyrnu kvenna. Fyrsti þáttur varð aðgengilegur í gær en í honum fara þáttastjórnendurnir, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, yfir gang mála í Pepsi-deild kvenna í sumar. Ræða tímabilið og velja bestu leikmenn hvers liðs í deildinni.
Hugmyndin er svo að taka upp fleiri þætti og skoða boltann frá fleiri hliðum. Landsliðsmálin eru til að mynda í brennidepli núna og verða tekin fyrir í næsta þætti. Þá er ætlunin að fá gesti í þáttinn og kynnast knattspyrnukonunum okkar betur, jafnt atvinnukonum og þeim sem spila hér heima.
Hægt er að nálgast þáttinn ásamt öðrum hlaðvarpsþáttum Fótbolta.net, Innkastinu, Miðjunni og Návígi á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.
Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".
Athugasemdir