Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
   mið 10. október 2018 09:00
Fótbolti.net
Nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar um knattspyrnu kvenna
Nýafstaðin Pepsi-deild skoðuð í fyrsta þætti
Kvenaboltinn
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn er í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um íslenska knattspyrnu kvenna. Fyrsti þáttur varð aðgengilegur í gær en í honum fara þáttastjórnendurnir, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, yfir gang mála í Pepsi-deild kvenna í sumar. Ræða tímabilið og velja bestu leikmenn hvers liðs í deildinni.

Hugmyndin er svo að taka upp fleiri þætti og skoða boltann frá fleiri hliðum. Landsliðsmálin eru til að mynda í brennidepli núna og verða tekin fyrir í næsta þætti. Þá er ætlunin að fá gesti í þáttinn og kynnast knattspyrnukonunum okkar betur, jafnt atvinnukonum og þeim sem spila hér heima.

Hægt er að nálgast þáttinn ásamt öðrum hlaðvarpsþáttum Fótbolta.net, Innkastinu, Miðjunni og Návígi á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".
Athugasemdir