Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
   mið 10. október 2018 09:00
Fótbolti.net
Nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar um knattspyrnu kvenna
Nýafstaðin Pepsi-deild skoðuð í fyrsta þætti
Kvenaboltinn
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mist og Hulda stýra nýjum fótboltahlaðvarpsþætti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn er í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður um íslenska knattspyrnu kvenna. Fyrsti þáttur varð aðgengilegur í gær en í honum fara þáttastjórnendurnir, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, yfir gang mála í Pepsi-deild kvenna í sumar. Ræða tímabilið og velja bestu leikmenn hvers liðs í deildinni.

Hugmyndin er svo að taka upp fleiri þætti og skoða boltann frá fleiri hliðum. Landsliðsmálin eru til að mynda í brennidepli núna og verða tekin fyrir í næsta þætti. Þá er ætlunin að fá gesti í þáttinn og kynnast knattspyrnukonunum okkar betur, jafnt atvinnukonum og þeim sem spila hér heima.

Hægt er að nálgast þáttinn ásamt öðrum hlaðvarpsþáttum Fótbolta.net, Innkastinu, Miðjunni og Návígi á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".
Athugasemdir
banner
banner