Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júlí 2019 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Hjálmar Örn spáir í 13. umferðina í Inkasso
Hjálmar Örn Jóhannsson, fyrrum varafyrirliði Gróttu.
Hjálmar Örn Jóhannsson, fyrrum varafyrirliði Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vinnur en Þróttur R. gerir jafntefli samkvæmt Hjamma.
Grótta vinnur en Þróttur R. gerir jafntefli samkvæmt Hjamma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður líf og fjör í Inkasso-deild karla um helgina en þá fer 13. umferðin fram.

Úlfur Blandon, sérfræðingur Inkasso-deildarinnar, spáði í síðustu umferð og fékk fimm rétta af sex mögulegum. Nú fær Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og fyrrum varafyrirliði Gróttu, að spreyta sig í 13. umferð.

Grótta 2 - 1 Víkingur Ó. (14:00 á morgun)
Sem gamall varafyrirliði Gróttu(97) þá verð ég að setja sigur í þessum leik.

Haukar 1 - 3 Fjölnir (14:00 á morgun)
Frændi konunar er í Haukum og setur eina markið en ég er of mikið tengdur Grafarvogi til að setja tap. Frændi minn spilar líka með þeim ( Jóhann Árni).

Njarðvík 3 - 3 Þróttur R. (14:00 á morgun)
Kærasti frænku konunnar spilar með Njarðvík og ég er fyrirliði Oldboys Þróttar og því jafntefli sanngjarnt.

Magni 2 - 1 Leiknir R. (16:00 á morgun)
Þekki fáa hjá Magna held ég en held oft með underdogs.

Afturelding 2 - 2 Þór (16:00 á morgun)
Maggi Már (Ritstjóri Fótbolta.net) er minn maður í UMFA og fær jafntefli.

Fram 2 - 3 Keflavík (19:15 á sunnudag)
Konan er frá Keflavík og því sigur þar.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner