Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Aron Bjarna spáir í 1. umferð í Inkasso-deildinni
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Daði Bergs í fyrsta leiknum?
Skorar Daði Bergs í fyrsta leiknum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inkasso-deild karla byrjar á laugardaginn með tveimur leikjum og 1. umferðin lýkur síðan á sunnudaginn með fjórum leikjum.

Opnunarleikur deildarinnar er leikur Leiknis R. og Magna á Leiknisvelli og hefst sá leikur klukkan 16:00 á laugardaginn.

Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks spáir í leiki 1. umferðarinnar.

Leiknir R. 1-1 Magni (16:00 á morgun)
Þetta er erfiður leikur að spá í en ég spái því að Bakpoka Palli sæki stig í Breiðholtið, 1-1.

Þór 3-1 Afturelding (16:30 á morgun)
Afturelding ætlar sér stóra hluti í Inkasso en Gregg Ryder og hans menn vinna nokkuð þægilega í fyrsta leik fyrir norðan 3-1.

Keflavík 2–2 Fram (14:00 á sunnudag)
Nonni Sveins er búinn að búa til hörku lið í Safamýrinni og þeir ætla sér upp. Capitano Jökull Steinn setur hann beint úr aukaspyrnu fyrir Framara. Hörkuleikur sem endar með 2-2 jafntefli.

Þróttur R. 2-0 Njarðvík (14:00 á sunnudag)
Mínir gömlu félagar í Þrótti taka sigur í fyrstu umferðinni. Litli skólinn Aron Þórður og efnilegasti pípari landsins Daði Bergs setja sitt hvort markið.

Víkingur Ó. 2-3 Grótta (14:00 á sunnudag)
Grótta mæta vel gíraðir í fyrsta leik og eru með skemmtilegt lið. Þeir sækja þrjú stig til Ólafsvíkur í markaleik.

Fjölnir 2-0 Haukar (14:00 á sunnudag)
Við Blikar mættum Haukum á Blásvöllum í vetur og lentum í veseni. Þeir eru öflugir á heimavelli en Fjölnismenn vinna þennan leik í Grafarvoginum 2-0, Albert Brynjar með mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner