Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 22. júní 2010 17:00
Hörður Snævar Jónsson
Leikm. 8. umf.: Hallast að því að dómarar á Íslandi séu á eftir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Lars Ivar Molskred markvörður KR átti frábæran leik er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 8. umferð Pepsi deildar krala.

Moldskred varði vítaspyrnu í leiknum og átti nokkrar góðar vörslur sem héldu KR-ingum inni í leiknum. Sigurmark KR kom síðan undir lok leiksins og liðið því komið með níu stig.

Lars Ivar Molskred
Aldur: 31 árs
Leikir með KR í efstu deild: 7
Lið á HM: Úrúgvæ
Lið á Englandi: Manchester United
Uppháhald knattspyrnumaður: Diego Armando Maradona
,,Það kemur manni alltaf á óvart þegar maður fær svona viðurkenningu, mjög gaman samt sem áður," sagði Lars Ivar í samtali við Fótbolta.net.

,,Við höfum verið í vesen allt þetta tímabil og því var þetta mikilvægur sigur. Þetta var sætt að ná að skora markið á síðustu mínútu, það mun vonandi gefa okkur sjálfstraust. Þetta hjálpar. Þetta er samt ekki nóg við verðum að halda áfram að berjast."

Lars Ivar var að fá dæmda á sig þriðju vítaspyrnuna gegn ÍBV en hann fékk einnig á sig vítaspyrnu gegn FH og Selfoss.

,,Ég er farinn að hallast að því að dómarar á Íslandi séu á eftir mér. Þetta var ekki vítaspyrna, hvað getur maður samt gert? Maður þarf að stíga upp, þegar dómarinn gerir mistök þá nánast alltaf ver markvörðurinn. Þetta er karma," sagði Lars Ivar sem var viss um hvar Tryggvi Guðmundsson myndi skjóta.

,,Ég vissi að hann myndi skjóta þarna," sagði þessi norski markvörður og er sáttur með sína frammistöðu í sumar.

,,Mér finnst ég hafa spilað vel í allt sumar en það eru ekki allir á sama máli. Ég hef verið óheppinn og fengið á mig víti. Þetta eru ekki bara mín mistök þegar vítin eru heldur líka hjá dómurunum."

Hann kom til KR fyrir tímabilið og kann vel við sig á Íslandi.

,,Ég kann vel við mig hérna á Íslandi, það er gott að búa hérna þegar þú ert frá Noregi því íslenska krónan er svo veik. Norska krónan er sterkari svo það er mjög gott."

KR-ingar hafa ekki byrjað vel en þó eru aðeins sex stig á topp deildarinnar.

,,Ef þú horfir á byrjunina á mótinu þá hefur hún ekki verið góð en hin liðin hafa líka verið að hiksta. Það eru bara sex stig í toppinn, við getum náð því ef að hlutirnir detta með okkur. Við verðum að fara að spila fótbolta og ná andlegu hliðinni gott horf. Það er ennþá möguleiki fyrir okkur.

,,Undirbúningstímabilið gekk vel, síðan fór allur vilji og ástríða en við verðum að finna það aftur. Ef við fáum það aftur þá munum við vinna deildina."

,,Ef við vinnum Breiðablik þá erum við með tvo í röð og getum þá farið að tala um toppbaráttuna,"
sagði Lars Ivar að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 7.umferðar - Gilles Mbang Ondo (Grindavík)
Leikmaður 6.umferðar - Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur)
Leikmaður 5.umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 4.umferðar - Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 3.umferðar - Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Leikmaður 2.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 1.umferðar - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
banner
banner
banner