Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Leeds tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Furðuslakt gengi Leeds United í toppbaráttu Championship deildarinnar hélt áfram þegar fallbaráttulið Wigan kíkti í heimsókn í dag.

Wigan spilaði vel skipulagðan og agaðan varnarleik sem heimamönnum tókst ekki að brjóta á bak aftur.

Gestirnir náðu að pota inn marki, þvert gegn gangi leiksins, í síðari hálfleik. Pablo Hernandez varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Þetta er þriðja tap Leeds í síðustu fjórum leikjum og er liðið aðeins búið að ná í níu stig úr síðustu níu leikjum. Lærisveinar Marcelo Bielsa eru þrátt fyrir það í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Fulham.

Wigan er aftur á móti búið að vinna tvo leiki í röð og er aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Leeds 0 - 1 Wigan
0-1 Pablo Hernandez ('59 , sjálfsmark)

Jón Daði Böðvarsson spilaði síðasta hálftímann í markalausu jafntefli Millwall á útivelli gegn Sheffield Wednesday.

Jón Daði og félagar eru fimm stigum frá umspilssæti um sæti í úrvalsdeildinni sem stendur.

Topplið West Brom lagði botnlið Luton að velli, Bristol City vann sinn fjórða deildarleik í röð og Brentford gjörsamlega rúllaði yfir Hull City.

Birmingham 2 - 1 Nott. Forest
0-1 Tiago Silva ('18 )
1-1 Scott Hogan ('42 )
2-1 Kristian Pedersen ('74 )

Charlton Athletic 2 - 1 Barnsley
1-0 Lyle Taylor ('9 )
2-0 Andre Green ('45 )
2-1 Cauley Woodrow ('71 )

Fulham 3 - 2 Huddersfield
1-0 Bobby Reid ('10 )
2-0 Tom Cairney ('15 )
3-0 Aleksandar Mitrovic ('33 )
3-1 Emile Smith-Rowe ('36 )
3-2 Steve Mounie ('40 )

Hull City 1 - 5 Brentford
0-1 Said Benrahma ('12 )
1-1 Reece Burke ('20 , sjálfsmark)
1-2 David Raya ('29 , sjálfsmark)
1-3 Ollie Watkins ('58 )
1-4 Said Benrahma ('63 )
1-5 Said Benrahma ('85 )

Middlesbrough 1 - 1 Blackburn
0-1 Lewis Travis ('57 )
1-1 Hayden Coulson ('75 )

Preston NE 1 - 1 Swansea
1-0 Scott Sinclair ('28 )
1-1 Rhian Brewster ('33 )

QPR 0 - 1 Bristol City
0-1 Famara Diedhiou ('16 )

Sheffield Wed 0 - 0 Millwall

West Brom 2 - 0 Luton
1-0 Donervon Daniels ('14 , sjálfsmark)
2-0 Semi Ajayi ('45 )
Athugasemdir
banner
banner