Ítalski stjórinn Roberto De Zerbi hefur ekki tekið ákvörðun varðandi framtíð sína en hann ætlar fyrst að ræða við Tony Bloom, stjórnarformann Brighton, áður en hann ákveður næstu skref.
De Zerbi er heitasti bitinn á þjálfaramarkaðnum í sumar en Barcelona, Bayern München og Liverpool eru öll sögð í baráttunni um hann.
Eftir 2-1 tapið gegn Liverpool talaði De Zerbi um sín mál.
„Ég ætla að ræða við Tony Bloom [stjórnarformann Brighton] um plönin fyrir næsta tímabil og síðan mun ég taka ákvörðun. Ég þarf ekki að framlengja samning minn til að halda áfram að vinna hjá Brighton á næstu leiktíð. Við erum búnir að ræða um samningamál en ekki vegna þess að ég hef tekið ákvörðun. Það er allt opið,“ sagði De Zerbi.
Athugasemdir