Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   mán 01. apríl 2024 20:33
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli hrifinn af frammistöðu Arons Jó sem varnartengiliður
Aron Jóhannsson í leiknum.
Aron Jóhannsson í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari er að lýsa leik Víkings og Vals sem nú stendur yfir á RÚV 2. Um er að ræða Meistarar meistaranna, leikinn sem markar upphaf Íslandsmótsins.

Talað hefur verið um það í vetur að Valsmenn hafi þurft að fá inn sexu, eða varnartengilið. Aron hefur verið að leysa þetta hlutverk í leiknum og Jóhannes er ánægður með hans frammistöðu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Aron er þekktari sem sóknarleikmaður en hefur fundið sig vel aftastur á miðjunni.

„Algjörlega, hann hefur staðið sig virkilega vel. Hann hefur verið duglegur. Áðan var Birkir Már út úr stöðu og Elfar Freyr var út úr stöðu, þá var Aron mættur í stöðu hægri bakvarðar. Það sem þú vilt fá að sjá frá 'sexunni' þinni er að hann fylli upp í skörð í vörninni og hann gerði það virkilega vel. Hann er búinn að vera flottur í leiknum," sagði Jóhannes í hálfleiksyfirferðinni á RÚV 2.

Staðan í leiknum er 1-1 og seinni hálfleikurinn var að hefjast þegar þessi frétt fór í loftið.


Athugasemdir
banner
banner
banner