Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 01. apríl 2024 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Gylfi byrji sinn fyrsta leik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistarakeppni KSÍ, meistarar meistaranna, fer fram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Val. Víkingur varð tvöfaldur meistari í fyrra og mætir Val sem endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni segir á Twitter í dag að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Vals í leiknum.

Gylfi samdi við Val í síðasta mánuði og lék sinn fyrsta leik fyrir tæpum tveimur vikum síðan þegar hann kom inn á gegn ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins,

Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og skrifaði hann undir tveggja ára samning við Val.


Athugasemdir
banner
banner