Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 01. maí 2021 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aston Villa tók sigurinn í fjörugum leik á Goodison Park
Mynd: EPA
Everton 1 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('13 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('19 )
1-2 Anwar El Ghazi ('80 )

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Aston Villa í dag.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur en það voru gestirnir sem tóku forystuna þegar 13 mínútur voru liðnar. Það var sóknarmaðurinn Ollie Watkins, sem hefur átt ljómandi fínt tímabil, sem skoraði markið.

Forystan var ekki langlíf því Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin á 19. mínútu eftir hornspyrnu Lucas Digne.

Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun. „Við höfum fengið tvö mörk en þau hefðu getað verið tíu," var skrifað í beinni textalýsingu BBC þegar flautað var til hálfleiks.

Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Anwar El Ghazi sigurmarkið í leiknum. Hann fór yfir á hægri fótinn og átti flott skot sem hafnaði í markinu.

Lokatölur 1-2 og geysilega flottur sigur Aston Villa staðreynd. Villa er komið upp í níunda sæti en Everton er áfram í áttunda sæti. Það verður gríðarlega erfitt fyrir Everton að ná Meistaradeildarsæti úr þessu. Liðið er níu stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti en með leik til góða.

Gylfi spilaði í 82 mínútur í kvöld.

Önnur úrslit í dag:
England: Man City skipti um gír í hálfleik
England: Welbeck aðalmaðurinn í sigri á Leeds
England: Dagurinn hans Havertz gegn Fulham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner