Camryn Hartman, leikmaður Vals, er með slitið krossband og spilar ekki meira með liðinu í sumar. Þetta sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í gær.
Hartman er þó enn stödd á landinu og fagnaði sigrinum gegn Breiðabliki með liðinu í gær.
Hartman er þó enn stödd á landinu og fagnaði sigrinum gegn Breiðabliki með liðinu í gær.
Hartman er 24 ára bandarískur vinstri bakvörður sem gekk í raðir Vals fyrir tímabilið. Hún spilaður áður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Hartman spilaði alls ellefu leiki með Val í deild og bikar í sumar, en spilaði ekki stóra rullu.
Valur er á toppnum í Bestu deild kvenna eftir sigurinn gegn Breiðabliki og er með þriggja stiga forskot. Framundan er svo bikarúrslitaleikur gegn Blikum á Laugardalsvelli.
Athugasemdir