Luis Suárez gæti átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa hrækt á þjálfara úr þjálfarateymi Seattle Sounders.
Atvikið gerðist í nótt er Inter Miami heimsótti Seattle Sounders, þar sem Seattle fór með 3-0 sigur af hólmi.
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik og úr varð kýtingur milli manna. Maðurinn í þjálfarateyminu virðist hafa látið einhver orð falla við Suárez, sem svaraði með munnhráku.
Úrúgvæinn hefur oft látið kappið bera fegurðina ofurliði, en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að rannsókn enska knattspyrnusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt varnarmann Manchester United, Patrice Evra, kynþáttaníði.
Tveimur árum síðar fékk Suárez tíu leikja bann eftir að hafa bitið Branislav Ivanovic í úrvalsdeildarleik gegn Chelsea.
Á HM í Brasilíu 2014 endurtók Suárez leikinn, þar sem hann beit Giorgio Chiellini í öxlina í viðureign Úrúgvæ og Ítalíu.
Mate, Luis Suarez spat at a Seattle Sounders staff member? ???????????? pic.twitter.com/1e1vdxkrSE
— Football Tweet ?? (@Football__Tweet) September 1, 2025
Athugasemdir