Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 01. október 2022 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Gott að vera kominn í sögubækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er bara búið að vera rosalegt ferðalag síðustu fjögur ár. Að vinna bikarinn þrjú ár í röð, það er gott að vera kominn í sögubækurnar með öðrum snillingum þessa leiks" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Hvernig fannst Arnari leikurinn sjálfur?

"Mér fannst hann skemmtilegur, hann var mjög tense allavega en mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn en FH neitaði að fara burt og sýndu góðan karakter með að komast inn í leikinn og það flaug aðeins í gegnum hausinn á mér hvort þetta yrði kannski mögulega sá leikur sem sterkara liðið myndi ekki vinna leikinn því fótboltinn getur verið mjög grimmur stundum en sem betur fer poppaði upp Nikolaj Hansen og tryggði okkur titilinn"

Hvað hefur Arnar eiginlega að segja um mann leiksins Nikolaj Hansen sem skoraði tvö mörk í kvöld eftir að hafa komið inn af bekknum?

"Við erum auðvitað búnir að sakna hans mjög mikið í sumar, hann er búinn að spila rosalega lítið af mínútum og það sterkur póstur fyrir okkur í fyrra. Þvílíkur karakter hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar hóp. Ég spurði sjúkraþjálfarann eftir leik hversu mikið hann gæti spilað og hann svaraði mér 30 mínútur en hann þurfti að spila aðeins meira en bara tvö alvöru framherjamörk sem hann gerir hvað best"

Hvað gera þessi úrslit fyrir Víkinga upp á framhaldið í Bestu Deildinni þar sem Víkingar eru 8 stigum frá Breiðablik á toppi deildarinnar?

"Þetta getur gert tvennt og það sem ég vonast eftir er að þetta gefi okkur hugarró, búnir að tryggja Evrópusæti þannig við getum virkilega einbeitt okkur að þessari baráttu sem framundan er. Ég vona að standard-inn í klúbbnum sé orðinn þannig að við gefum virkilega allt í þetta sem eftir er. Þetta getur líka virkað á hinn bóginn, búnir að tryggja Evrópu, búnir að tryggja okkur titil og þetta getur allt farið til fjandans og þetta getur allt farið til fjandans og það má aldrei gerast"

Hvaða skilaboð hefur Arnar til stuðningsmanna Víkings?

"Þið eruð ótrúlegir, takk kærlega fyrir stuðninginn. Við erum búinir að gera þetta saman allur hópurinn og allur klúbburinn, leikmenn, staff og þjálfarar og þið stuðningsmenn eigið svo sannarlega stóran hlut í okkar velgengni"

Til hamingju allir Víkingar.
Athugasemdir
banner
banner