Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   lau 01. október 2022 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Gott að vera kominn í sögubækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er bara búið að vera rosalegt ferðalag síðustu fjögur ár. Að vinna bikarinn þrjú ár í röð, það er gott að vera kominn í sögubækurnar með öðrum snillingum þessa leiks" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Hvernig fannst Arnari leikurinn sjálfur?

"Mér fannst hann skemmtilegur, hann var mjög tense allavega en mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn en FH neitaði að fara burt og sýndu góðan karakter með að komast inn í leikinn og það flaug aðeins í gegnum hausinn á mér hvort þetta yrði kannski mögulega sá leikur sem sterkara liðið myndi ekki vinna leikinn því fótboltinn getur verið mjög grimmur stundum en sem betur fer poppaði upp Nikolaj Hansen og tryggði okkur titilinn"

Hvað hefur Arnar eiginlega að segja um mann leiksins Nikolaj Hansen sem skoraði tvö mörk í kvöld eftir að hafa komið inn af bekknum?

"Við erum auðvitað búnir að sakna hans mjög mikið í sumar, hann er búinn að spila rosalega lítið af mínútum og það sterkur póstur fyrir okkur í fyrra. Þvílíkur karakter hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar hóp. Ég spurði sjúkraþjálfarann eftir leik hversu mikið hann gæti spilað og hann svaraði mér 30 mínútur en hann þurfti að spila aðeins meira en bara tvö alvöru framherjamörk sem hann gerir hvað best"

Hvað gera þessi úrslit fyrir Víkinga upp á framhaldið í Bestu Deildinni þar sem Víkingar eru 8 stigum frá Breiðablik á toppi deildarinnar?

"Þetta getur gert tvennt og það sem ég vonast eftir er að þetta gefi okkur hugarró, búnir að tryggja Evrópusæti þannig við getum virkilega einbeitt okkur að þessari baráttu sem framundan er. Ég vona að standard-inn í klúbbnum sé orðinn þannig að við gefum virkilega allt í þetta sem eftir er. Þetta getur líka virkað á hinn bóginn, búnir að tryggja Evrópu, búnir að tryggja okkur titil og þetta getur allt farið til fjandans og þetta getur allt farið til fjandans og það má aldrei gerast"

Hvaða skilaboð hefur Arnar til stuðningsmanna Víkings?

"Þið eruð ótrúlegir, takk kærlega fyrir stuðninginn. Við erum búinir að gera þetta saman allur hópurinn og allur klúbburinn, leikmenn, staff og þjálfarar og þið stuðningsmenn eigið svo sannarlega stóran hlut í okkar velgengni"

Til hamingju allir Víkingar.
Athugasemdir
banner
banner