Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 01. október 2022 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Gott að vera kominn í sögubækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er bara búið að vera rosalegt ferðalag síðustu fjögur ár. Að vinna bikarinn þrjú ár í röð, það er gott að vera kominn í sögubækurnar með öðrum snillingum þessa leiks" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Hvernig fannst Arnari leikurinn sjálfur?

"Mér fannst hann skemmtilegur, hann var mjög tense allavega en mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn en FH neitaði að fara burt og sýndu góðan karakter með að komast inn í leikinn og það flaug aðeins í gegnum hausinn á mér hvort þetta yrði kannski mögulega sá leikur sem sterkara liðið myndi ekki vinna leikinn því fótboltinn getur verið mjög grimmur stundum en sem betur fer poppaði upp Nikolaj Hansen og tryggði okkur titilinn"

Hvað hefur Arnar eiginlega að segja um mann leiksins Nikolaj Hansen sem skoraði tvö mörk í kvöld eftir að hafa komið inn af bekknum?

"Við erum auðvitað búnir að sakna hans mjög mikið í sumar, hann er búinn að spila rosalega lítið af mínútum og það sterkur póstur fyrir okkur í fyrra. Þvílíkur karakter hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar hóp. Ég spurði sjúkraþjálfarann eftir leik hversu mikið hann gæti spilað og hann svaraði mér 30 mínútur en hann þurfti að spila aðeins meira en bara tvö alvöru framherjamörk sem hann gerir hvað best"

Hvað gera þessi úrslit fyrir Víkinga upp á framhaldið í Bestu Deildinni þar sem Víkingar eru 8 stigum frá Breiðablik á toppi deildarinnar?

"Þetta getur gert tvennt og það sem ég vonast eftir er að þetta gefi okkur hugarró, búnir að tryggja Evrópusæti þannig við getum virkilega einbeitt okkur að þessari baráttu sem framundan er. Ég vona að standard-inn í klúbbnum sé orðinn þannig að við gefum virkilega allt í þetta sem eftir er. Þetta getur líka virkað á hinn bóginn, búnir að tryggja Evrópu, búnir að tryggja okkur titil og þetta getur allt farið til fjandans og þetta getur allt farið til fjandans og það má aldrei gerast"

Hvaða skilaboð hefur Arnar til stuðningsmanna Víkings?

"Þið eruð ótrúlegir, takk kærlega fyrir stuðninginn. Við erum búinir að gera þetta saman allur hópurinn og allur klúbburinn, leikmenn, staff og þjálfarar og þið stuðningsmenn eigið svo sannarlega stóran hlut í okkar velgengni"

Til hamingju allir Víkingar.
Athugasemdir