Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 01. nóvember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson skrifaði undir hjá Breiðabliki í síðustu viku og var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á föstudag. Dagur lék með Fylki á láni í sumar og Breiðablik kaupir hann af norska félaginu Mjöndalen.

„Mér líst frábærlega á að vera kominn í Breiðablik. Þetta er mjög stór klúbbur á Íslandi, það er virkilega gaman og spennandi tímar framundan. Ég var búinn að heyra eitthvað af viðræðunum í smá tíma en ég vissi aldrei af neinu fyrr en bara þegar þetta var komið í gegn," sagði Dagur.

,Það var rætt við 2-3 félög í viðbót og mér leist bara langbest á Breiðablik. Mig langar að ná eins langt og ég get, mig langar að komast í atvinnumennsku og Blikar hafa skilað mönnum þangað síðustu ár. Þeir eru með rosalega háan standard af leikmönnum og gæðum. Eftir að ég kom og talaði við stjórnarmenn og leikmenn þá fannst mér þetta „no brainer"."

Áttiru einhver samtöl við Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara] sem sannfærði þig um að þetta væri rétta skrefið?

„Ekki beint, ég myndi ekki segja það. Ég eiginlega hoppaði bara beint út í þetta án þess að hugsa, mér fannst þetta það heillandi. Ég veit að þetta er gríðarlega sterkur hópur og ekkert gefið í þessu."

Tímabilið hjá Fylki var ekki gott. Liðið endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og leikur í næstefstu deild næsta sumar. Dagur ræddi um síðasta tímabil og má sjá svör hans í spilaranum að ofan.

Dagur var skráður með þriggja ára samning við Fylki samkvæmt vefsíðu knattspyrnusambandsins. Hvernig var staðan á þínum samningsmálum?

„Ég átti samning út næsta ár hjá Mjöndalen. Ég skrifaði undir hálfs árs lánssamning við Fylki og Fylkir hafði forkaupsrétt á mér. Við og Mjöndalen ákváðum að best væri að leita eitthvert annað. Það var allt gert á mjög góðum nótum, Fylkir er mjög góður klúbbur og ekkert vont um hann að segja."

Stóð einhvern tímann til að Fylkir myndi kaupa þig?

„Við ræddum það ekkert heldur var bara sagt að það væri fínt að fara í sitthvora áttina, ég og félagið. Það var verðmiði á mér sem lið í 1. deild myndu vilja borga. Breiðablik er að kaupa mig frá Mjöndalen."

Í lok viðtals var Dagur spurður aðeins út í æfingarnar með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir
banner