Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. desember 2022 09:12
Elvar Geir Magnússon
Szczesny tapaði veðmáli fyrir Messi
Mynd: Getty Images
Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur verið besti markvörður HM. Hann varði víti gegn Sádi-Arabíu og í gær varði hann frá Lionel Messi í leik gegn Argentínu.

Mörgum þótti réttlætinu fullnægt þegar hann varði víti frá Messi því dómurinn sjálfur frá Hollendingnum Danny Makkelie orkaði tvímælis.

Hörður Magnússon sagði í HM stofunni að svona víti væri bara dæmt þegar Messi eða Cristiano Ronaldo ætti hlut að máli.

„Ég veðjaði 100 evrum við Messi um að hann myndi ekki dæma víti á þetta. Ég hef því tapað veðmáli gegn Messi," sagði Szczesny en vítaspyrnan var dæmd á hann fyrir brot gegn Messi.

Phil McNulty fréttamaður BBC segir að vítadómurinn hafi verið verstu afskipti VAR sem hann hefur nokkurn tímann séð.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner