
Pólland er komið áfram í 16 liða úrslit þrátt fyrir tap gegn Argentínu.
Sóknarleikur liðsins hefur ekki verið stórkostlegur en markvörðurinn Wojciech Szczęsny átti flottann leik í kvöld. Hann varði m.a. vítaspyrnu frá Messi.
Margir eru á því að þetta hafi ekki átt að vera víti þegar Szczesny sló til Messi. Hörður Magnússon sagði í HM stofunni að Messi og Cristiano Ronaldo væru einu leikmenn heims sem myndu fá víti fyrir þetta.
Hann hrósaði þó Szczesny.
„Þeir geta þakkað Szczesny fyrir að vera komnir í 16 liða úrslit. Engum öðrum," sagði Höddi.
Athugasemdir