Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   fös 01. desember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Erfitt verkefni bíður Man Utd
Manchester United fer á St. James' Park
Manchester United fer á St. James' Park
Mynd: EPA
Caoimhin Kelleher verður væntanlega í marki Liverpool gegn Fulham
Caoimhin Kelleher verður væntanlega í marki Liverpool gegn Fulham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar eru spiluð um helgina.

Á morgun hefst dagskráin klukkan 15:00. Nýliðar Luton heimsækja léttleikandi lið Brentford á meðan Burnley mætir Sheffield United í nýliðaslag.

Arsenal, sem er komið á gott ról, mætir Úlfunum á Emirates-leikvanginum. Nottingham Forest spilar við Everton klukkan 17:30 áður en Newcastle mætir Manchester United á St. James' Park.

Aðeins eitt úrvalsdeildarlið hefur unnið Newcastle á heimavelli á þessu tímabili. Liverpool gerði það í lok ágúst, en annars hefur Newcastle unnið lið á borð við Arsenal og Chelsea á heimavelli sínum. Hvað gerir Man Utd í norðrinu?

Á sunnudag er verður dagskráin engu síðri. Fjórir leikir eru klukkan 14:00.

Bournemouth mætir Aston Villa, Chelsea spilar við Brighton og Alisson-laust Liverpool mætir Fulham á Anfield. West Ham tekur þá á móti Crystal Palace.

Manchester City og Tottenham eigast við í síðasta leik helgarinnar, en sá leikur fer fram á Etihad-leikvanginum. Tottenham hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Laugardagur:
15:00 Brentford - Luton
15:00 Burnley - Sheffield Utd
15:00 Arsenal - Wolves
17:30 Nott. Forest - Everton
20:00 Newcastle - Man Utd

Sunnudagur:
14:00 Bournemouth - Aston Villa
14:00 Chelsea - Brighton
14:00 Liverpool - Fulham
14:00 West Ham - Crystal Palace
16:30 Man City - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner
banner