Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ennþá á samningi en meinað að mæta á æfingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku sagði fótboltadeild Vals frá því með opinberri tilkynningu að Aron Jóhannsson hefði verið leystur undan starfsskyldu hjá félaginu. Fótbolti.net greip þá tilkynningu og sagði frá því að Aron hefði verið leystur undan samningi.

Þar var ekki alveg rétt sagt frá þar sem Aron er ennþá samningsbundinn félaginu, samningurinn er í gildi til 16. nóvember 2026. Stjórn fótboltadeildar ákvað að hann þyrfti hins vegar ekki að gegna þeirri skyldu að mæta á æfingar hjá félaginu og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur honum verið bannað að mæta á æfingar með liðinu.

Aron vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu og formaður fótboltadeildar Vals, Björn Steinar Jónsson, vísaði í tilkynninguna þegar Fótbolti.net hafði samband við hann.

Það þykir nokkuð ljóst að Aron mun ekki spila aftur fyrir Val, en hvernig framhaldið verður er óljóst, hann er allavega ekki að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner