Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Líklega best fyrir alla að Watkins fari"
Mynd: EPA
Ollie Watkins, framherji Aston Villa, hefur átt mjög erfitt uppdráttar á tímabilinu og Alan Pardew, fyrrum stjóri í úrvalsdeildinni, segir að það yrði best fyrir alla aðila að hann myndi yfirgefa félagið í sumar.

Watkins hefur aðeins skorað eitt mark í 19 leikjum á tímabilinu og hann hefur þurft að sætta sig við að byrja á bekknum í síðustu tveimur leikjum.

„Ég held að Ollie vilji fara. Það er góð ástæða því að þegar þeiir komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar var hann tekinn út fyrir leikmann á láni hjá félaginu í Marcus Rashford í báðum leikjunum," sagði Pardew.

„Hann hefur unnið fyrir þessu með öllum mörkunum sem komu liðinu þangað og svo spilar hann ekki. Það er búið að brenna brúna og erfitt að koma til baka. Ég held að sambandið sé ónýtt. Miðað við líkamstjáninguna og allt í kringum hann er líklega best fyrir alla að hann fari. Hann er frábær leikmaður og getur verið inn í myndinni hjá enska landsliðinu."
Athugasemdir
banner