Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 01. desember 2025 12:55
Elvar Geir Magnússon
Rekinn ef hann tapar fyrir Chelsea og Liverpool
Daniel Farke, stjóri Leeds.
Daniel Farke, stjóri Leeds.
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum Guardian þá telja háttsettir menn innan Leeds að stjórinn Daniel Farke verði látinn taka pokann sinn ef liðið tapar heimaleikjunum gegn Chelsea og Liverpool.

Leeds tapaði naumlega fyrir Manchester City um helgina þar sem Phil Foden skoraði sigurmarkið í blálokin. Þetta var sjötta tap Leeds í sjö leikjum og þolinmæðin fer minnkandi.

Leeds er í fallsvæðinu og mætir Chelsea á miðvikudag og Liverpool á laugardag.

Eigendur Leeds eru sagðir vilja taka ákvörðun tímanlega svo nýr stjóri gæti þá haft áhrif í janúarglugganum. Félagið er tilbúið að eyða pening í janúar til að auka líkurnar á því að liðið spili áfram í deild þeirra bestu.

Einhverjir finna til með Farke og vilja meina að dræm stigasöfnun endurspegli ekki oft á tíðum fína frammistöðu liðsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner