Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. febrúar 2023 18:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cooper ánægður með komu Navas - Vildi meiri samkeppni um stöðuna
Mynd: EPA

Reynsluboltinn Keylor Navas gekk til liðs við Nottingham Forest í gær og mun væntanlega verja mark liðsins að minnsta kosti næstu vikurnar.


Dean Henderson aðalmarkvörður liðsins er frá vegna meiðsla 4-6 vikurnar en vangaveltur voru um hvort meiðslin væru alvarlegri í ljósi þess að félagið nældi í Navas.

Steve Cooper stjóri liðsins segir svo ekki vera. Hann vilji bara fá meiri samkeppni um stöðuna.

„Henderson er ekki lengi frá. Hann er að gera allt sem í valdi sínu stendur og þegar hann kemur til baka munum við sjá hvar hann stendur. Þetta er hágæða fótbolti svo þú þarft samkeppni, ég vil það," sagði Cooper.

Forest hefur vægast sagt verið virkt á félagsskiptamarkaðnum frá því liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð en það stefnir í að þrítugasti leikmaðurinn gangi til liðs við félagið þegar Andre Ayew skrifar undir við félagið.

„Þetta er hausverkur, það verður alltaf hópur af leikmönnum sem ég verð ekki í uppáhaldi hjá. Ég vil hafa það svoleiðis," sagði Cooper.


Athugasemdir
banner
banner