Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 02. apríl 2024 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK að fá fyrrum leikmann Chelsea
George Nunn fór í þrígang á lán til Mickleover frá Derby.
George Nunn fór í þrígang á lán til Mickleover frá Derby.
Mynd: Mickleover FC
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net ræddi við Ómar Inga Guðmundsson þjálfara HK í dag og var hann spurður út í félagaskiptamarkaðinn. HK hefur einungis fengið inn tvo leikmenn frá því að síðasta tímabili lauk en aðeins fleiri eru farnir frá félaginu. Ómar segir að einn leikmaður sé á leið til félagsins.

„Við erum með í ferli leikmann sem er að koma til okkar, við erum bara að bíða eftir atvinnuleyfi og öðru. Ananrs geri ég ekkert endilega ráð fyrir því að það bætist eitthvað meira við nema það birtist eitthvað fyrir okkur sem er með það augljósa hæfileika að hann sé að fara beint inn í liðið hjá okkur," sagði Ómar í viðtali sem verður birt hér á vefnum á morgun.

Ómar segir að um breskan sóknarmann sé að ræða. „Hann er búinn að vera með okkur í rauninni frá því um mánaðarmótin febrúar/mars, fór með okkur í æfingaferðina og er búinn að spila síðustu leiki. Hann er því kominn, erum bara að bíða eftir því að hann fái heimild."

Leikmaðurinn heitir George Nunn og er 22 ára. Hann er uppalinn hjá Crewe, var þar til ársins 2018 og var svo í U18 og U23 liði Chelsea áður en hann hélt til Derby árið 2022. Frá komu sinni til Derby hefur hann mikið verið lánaður í burtu í ensku utandeildirnar eða alls sjö sinnum. Hann á að baki tvo leiki fyrir írska U18 landsliðið.

Ætlaru að skoða lánsmarkaðinn?

„Eins og með hitt, ef það er eitthvað sem býðst, einhver leikmaður sem við teljum að geti styrkt liðið verður laus, þá auðvitað skoðum við það. Það skiptir ekki máli hvort það sé núna eða á miðju tímabili; ef það býðst leikmaður sem getur styrkt liðið þá skoðum við það," sagði Ómar.

Komnir
Viktor Helgi Benediktsson frá Færeyjum
Þorsteinn Aron Antonsson frá Val á láni

Farnir
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Anton Söjberg til Færeyja
Hassan Jalloh til Grindavíkur
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)

Samningslausir
Kristján Snær Frostason (2005)

Mark sem Nunn skoraði fyrir varalið Chelsea

Athugasemdir
banner
banner
banner