Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 15:07
Victor Pálsson
Holland: Ajax hollenskur meistari
Mynd: EPA
Ajax varð í dag hollenskur meistari í 35. sinn en þetta varð ljóst eftir 4-0 sigur liðsins á FC Emmen.

Ajax hefur verið á mikilli siglingu á þessu tímabili og er á toppnum með 79 stig eftir 31 leik.

Það er langt í næsta lið en PSV Eindhoven er í öðru sætinu með 65 stig og leikur nú gegn Heerenveen.

Ajax er langbesta lið Hollands í dag en liðið hefur skorað 93 mörk á tímabilinu og aðeins fengið á sig 21.

Sebastian Haller og Davy Klaassen voru á meðal markaskorara í dag en þeir hafa báðir spilað á Englandi.

Ajax hefur nú unnið deildina fjórum sinnum í röð en PSV vann síðast árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner