Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gago rekinn eftir tap gegn River Plate
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínska stórveldið Boca Juniors hefur ákveðið að reka Fernando Gago úr þjálfarastarfinu hjá sér eftir tap gegn River Plate um helgina.

Þessi ákvörðun kemur á óvart þar sem Boca Juniors hefur átt góðu gengi að fagna undir stjórn Gago og trónir á toppi argentínsku deildarinnar þrátt fyrir þetta tap gegn erkifjendunum.

„Við erum hérna til að taka ákvarðanir og seint í gærkvöldi komumst við að þeirri niðurstöðu að hann getur ekki haldið áfram sem þjálfari félagsins," sagði Mauricio Serna, stjórnandi hjá Boca Juniros.

„Við erum mjög þakklátir fyrir það starf sem hann hefur unnið fyrir okkur en ákveðnar aðstæður sem hafa skapast leiddu okkur að þessari ákvörðun."

Gago er vel þekktur í fótboltaheiminum eftir að hafa verið hjá Real Madrid í fimm ár. Hann spilaði 61 landsleik fyrir Argentínu og sagði upp starfi sínu hjá Chivas Guadalajara í Mexíkó til að taka við hjá Boca Juniors í október.

Boca Juniors vann 17 leiki og gerði 5 jafntefli í 30 leikjum undir stjórn Gago. Liðið er búið að sigra 9 af síðustu 11 deildarleikjum sínum en slakt gengi í forkeppni Meistaradeildarinnar hefur spilað stóran þátt. Boca Juniors var afar óvænt slegið út af Alianza Lima frá Perú eftir vítaspyrnukeppni í febrúar.
Athugasemdir