Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 02. júní 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Blikar rúlluðu yfir FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik 4 - 1 FH
1-0 Andri Rafn Yeoman ('54)
2-0 Aron Bjarnason ('59)
3-0 Thomas Mikkelsen ('73)
4-0 Aron Bjarnason ('76)
4-1 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('83)

Breiðablik mætti FH í stórleik dagsins í Pepsi-Max deildinni. Blikar voru í öðru sæti með 13 stig fyrir leikinn og FH í þriðja sæti með 11 stig.

Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik en Blikar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og settu af stað flugeldasýningu.

Andri Rafn Yeoman skoraði upp úr þurru skömmu eftir leikhléð og tvöfaldaði Aron Bjarnason forystuna skömmu síðar með laglegu marki.

Heimamenn voru með öll völd á vellinum og juku forystuna enn frekar. Vignir Jóhannesson gerði þá slæm mistök og leyfði Thomas Mikkelsen að skora í autt markið. Þremur mínútum síðar gerði Aron fjórða markið eftir stoðsendingu frá Thomas.

FH klóraði í bakkann á 83. mínútu þegar Brynjar Ásgeir Guðmundsson fylgdi aukaspyrnu Steven Lennon eftir með marki. Blikar komust nálægt því að bæta fimmta markinu við og verðskulduðu sigurinn fyllilega.

Blikar eru búnir að jafna ÍA á toppi deildarinnar og er FH í fjórða sæti. Fimm stigum munar á liðunum.

Stöðutöfluna er hægt að sjá hér fyrir neðan. Það tekur tíma fyrir hana að uppfærast.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner