Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 02. júní 2023 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskari fannst Víkingar vera í köðlunum - „Byrja að tefja á 30. mínútu"
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net
Eftir leik í kvöld.
Eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Ég mynda lýsa þessu sem eðlilegu framhaldi á því hvernig leikurinn þróaðist," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er hann var spurður að því hvernig hann myndi lýsa lokamínútunum í leiknum gegn Víkingi í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar virtust vera að sigla góðum 0-2 sigri heim, en þá tóku Blikar sig til og skoruðu tvö mörk í uppbótartímanum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Mér finnst við vera betri aðilinn nær allan leikinn. Þeir skoruðu tvö góð mörk sem voru kannski heldur soft hjá okkur. Víkingar eru góðir og þeir refsa ef þeir fá tíma og pláss. Við stjórnuðum leiknum og fórum auðveldlega í gegnum fyrsta og annan þriðjung hjá þeim. Svo vantaði aðeins upp á ógnina inn í teignum. Mér fannst við vera að hóta þessu allan tímann."

„Mér fannst þeir vera búnir og þeir voru komnir í kaðlana. Þeir voru byrjaðir að tefja mjög snemma og reyndu að halda þessu. Augnablikið var með okkur og var búið að vera í svolítinn tíma. Ég hefði viljað vinna þennan leik og mér fannst við vera það mikið betri en þeir að við áttum að vinna þennan leik."

„Við sýndum það að liðið er í góðu formi, liðið er með karakter og hættir ekki og þessi frammistaða er eitthvað sem við tökum með í næstu leik."

Það var mikill hiti undir lokin og voru Víkingar ósáttir við það hversu langt var komið fram yfir uppbótartímann þegar jöfnunarmarkið kemur.

„Ég myndi halda að þetta sé eðlilegt því þeir byrja að tefja á 30. mínútu og tóku sér óratíma í allar aukaspyrnur, allar markspyrnur, rangstöður og allt. Ég var svo sem ekki á klukkunni og veit ekki einu sinni hversu miklu hann bætti við - ég held að hann hafi bætt sex mínútum við. Ég veit ekki hvað hann fór langt yfir, ég veit það ekki, en ég myndi halda að það hafi verið eðlilegt."

Breiðablik er fimm stigum á eftir Víkingi í kjölfarið á þessum leik. „Núna erum við fimm stigum á eftir Víkingi og þeir vita hvað við erum, hvað það þýðir að spila á móti okkur og að hafa okkur á eftir sér. Víkingur er með gott lið og vel mannað lið. Það verður ekki létt verk að elta þá en þeir fara á koddann í kvöld vitandi það að við erum á eftir þeim."

„Það er mikill hiti og ástríða, og það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og hvernig þeir spilast. Ég stend ekki á móti Arnari Gunnlaugssyni í öðrum leikjum en okkar leikjum, en það er mjög tense andrúmsloftið þaðan - af þeirra bekk - allan leikinn. Það er mikil reiði og óánægja. Það er mikill hiti og mikil ástríða, þetta skiptir menn máli."

„Við erum að elta þá. Við erum út í skóginum með byssuna á lofti að elta þá sem eru á undan okkur. Við þurfum að passa að þegar þeir stíga á greinina og hrasa, þá séum við mættir og nálgumst þá," sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner