Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 02. júní 2023 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskari fannst Víkingar vera í köðlunum - „Byrja að tefja á 30. mínútu"
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net
Eftir leik í kvöld.
Eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Ég mynda lýsa þessu sem eðlilegu framhaldi á því hvernig leikurinn þróaðist," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er hann var spurður að því hvernig hann myndi lýsa lokamínútunum í leiknum gegn Víkingi í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar virtust vera að sigla góðum 0-2 sigri heim, en þá tóku Blikar sig til og skoruðu tvö mörk í uppbótartímanum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Mér finnst við vera betri aðilinn nær allan leikinn. Þeir skoruðu tvö góð mörk sem voru kannski heldur soft hjá okkur. Víkingar eru góðir og þeir refsa ef þeir fá tíma og pláss. Við stjórnuðum leiknum og fórum auðveldlega í gegnum fyrsta og annan þriðjung hjá þeim. Svo vantaði aðeins upp á ógnina inn í teignum. Mér fannst við vera að hóta þessu allan tímann."

„Mér fannst þeir vera búnir og þeir voru komnir í kaðlana. Þeir voru byrjaðir að tefja mjög snemma og reyndu að halda þessu. Augnablikið var með okkur og var búið að vera í svolítinn tíma. Ég hefði viljað vinna þennan leik og mér fannst við vera það mikið betri en þeir að við áttum að vinna þennan leik."

„Við sýndum það að liðið er í góðu formi, liðið er með karakter og hættir ekki og þessi frammistaða er eitthvað sem við tökum með í næstu leik."

Það var mikill hiti undir lokin og voru Víkingar ósáttir við það hversu langt var komið fram yfir uppbótartímann þegar jöfnunarmarkið kemur.

„Ég myndi halda að þetta sé eðlilegt því þeir byrja að tefja á 30. mínútu og tóku sér óratíma í allar aukaspyrnur, allar markspyrnur, rangstöður og allt. Ég var svo sem ekki á klukkunni og veit ekki einu sinni hversu miklu hann bætti við - ég held að hann hafi bætt sex mínútum við. Ég veit ekki hvað hann fór langt yfir, ég veit það ekki, en ég myndi halda að það hafi verið eðlilegt."

Breiðablik er fimm stigum á eftir Víkingi í kjölfarið á þessum leik. „Núna erum við fimm stigum á eftir Víkingi og þeir vita hvað við erum, hvað það þýðir að spila á móti okkur og að hafa okkur á eftir sér. Víkingur er með gott lið og vel mannað lið. Það verður ekki létt verk að elta þá en þeir fara á koddann í kvöld vitandi það að við erum á eftir þeim."

„Það er mikill hiti og ástríða, og það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og hvernig þeir spilast. Ég stend ekki á móti Arnari Gunnlaugssyni í öðrum leikjum en okkar leikjum, en það er mjög tense andrúmsloftið þaðan - af þeirra bekk - allan leikinn. Það er mikil reiði og óánægja. Það er mikill hiti og mikil ástríða, þetta skiptir menn máli."

„Við erum að elta þá. Við erum út í skóginum með byssuna á lofti að elta þá sem eru á undan okkur. Við þurfum að passa að þegar þeir stíga á greinina og hrasa, þá séum við mættir og nálgumst þá," sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner