Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   fös 02. júní 2023 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Arnar mjög pirraður: Minnti á æfingu hjá Willum í gamla daga
watermark Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vægast sagt pirraður eftir dramatískt jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar komust í 0-2 í fyrri hálfleik og virtust vera að sigla sigrinum heim í Fossvoginn, en Blikar skoruðu tvisvar í uppbótartímanum og jöfnuðu metin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Þetta er ósanngjarnt, ógeðslegt, ömurlegt, hræðilegt, katastrófa og allur þann pakki. Ég vorkenni strákunum, ég virkilega vorkenni þeim," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leik.

Jöfnunarmark Víkinga kom 40 sekúndum eftir að uppgefinn uppbótartími hafði klárast, en Blikar skoruðu fyrr í uppbótartímanum.

„Ef uppbótartíminn heldur endalaust áfram þangað til hitt liðið skorar... þetta minnir mann á æfingu með Willum Þór í gamla daga hjá KR. Liðið hans var alltaf að tapa og við spiluðum í tvo klukkutíma, þangað til að hans lið vann og þá gátu allir farið heim. Þetta er hlægilegt," sagði Arnar en hann var ósáttur við dómgæsluna.

„Eftir 76 mínútur fengu Blikar sitt fyrsta spjaldið í leiknum og við máttum ekki komast upp með neitt. Gaurinn hefur aldrei horft á leik í ensku úrvalsdeildinni, hann leyfði okkur ekki neitt. Hann var bara lélegur í dag," sagði Arnar um Ívar Orra, dómara. „Hann var ekki þessum leik til sóma."

„Hann gat ekki beðið eftir að flauta þegar Dani kemst einn í gegn í fyrri hálfleik. Ég er virkilega pirraður. Pirraður út í þessa gaura því þeir eru bara búnir að vera lélegir í sumar, virkilega lélegir."

Arnar fór svo yfir nokkur atvik í sumar þar sem hann hefur verið ósáttur með dómgæsluna. „Johan Cruyff sagði að þú eigir að búa til lið svo þú þurfir ekki á dómurum að halda. Það hafa komið ansi mörg atvik í sumar hjá okkur... dómararnir á Íslandi eru að alltof mikil skítaáhrif á leiki, í staðinn fyrir að tvö liðið séu að spila og betra liðið vinni fokking leikinn."

„Ég er orðinn þreyttur á þessu, takið ykkur taki og gerið þetta almennilega," sagði Arnar pirraður en Víkingar geta tekið það með sér jákvætt frá kvöldinu að þeir eru með fimm stiga forskot á toppnum.

„Það er ekkert að því, en við hefðum getað verið með átta stig á Blikana. Við hefðum getað skilið þá eftir í baksýnisspeglinum. Ég veit að þeir voru að fagna eins og heimsmeistarar í lokin en þeir eru fimm stigum á eftir okkur. Við skulum það á hreinu. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta var svo mikið bull í lokin að það hálfa væri nóg," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner