lau 02. júlí 2022 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: HK á toppinn
HK er í toppsæti Lengjudeildarinnar
HK er í toppsæti Lengjudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðab/Höttur/Leiknir 1 - 4 HK
0-1 Arna Sól Sævarsdóttir ('3 )
1-1 Ainhoa Plaza Porcel ('6 )
1-2 María Sól Jakobsdóttir ('56 )
1-3 Arna Sól Sævarsdóttir ('61 )
1-4 Isabella Eva Aradóttir ('69 )
Rautt spjald: Björgvin Karl Gunnarsson , Fjarðab/Höttur/Leiknir ('57)

HK er komið í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 4-1 sigur á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.

Arna Sól Sævarsdóttir opnaði leikinn með marki á 3. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar gerði Ainhoa Plaza Procel jöfnunarmark FHL.

Staðan í hálfleik 1-1, en þegar ellefu mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoraði María Sól Jakobsdóttir fyrir HK. Liðið nýtti sér meðbyrinn og gerði Arna Sól annað mark sitt í leiknum áður en Isabella Eva Aradóttir gulltryggði sigurinn átta mínútum síðar.

Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, fékk að líta rauða spjaldið og var sendur upp í stúku á 57. mínútu leiksins.

HK er á toppnum með 21 stig en FHL í 5. sæti með 15 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner