Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 02. september 2022 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: HK í Bestu deildina (Staðfest) - Fylkir í góðum málum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildinni í kvöld. HK gat með sigri á Fjölni gulltryggt sætið sitt í Bestu deildinni næsta sumar.


Þetta byrjaði ekki vel fyrir HK þar sem Lúkas Logi Heimisson kom Fjölni yfir strax á 2. mínútu eftir slæm mistök í varnarleik HK.

HK fékk víti eftir rúman stundarfjórðung, Atli Arnarsson steig á punktinn og skoraði með skoti beint á markið. Fleiri mörk urðu ekki skoruð í fyrri hálfleik en það dró til tíðinda á 78. mínútu þegar Gunnar Sigurðsson lét reka sig af velli fyrir einhvern kjaft.

Fimm mínútum síðar hafði Hassan Jalloh skorað tvö mörk og gulltryggt HK 3-1 sigur og sæti í Bestu deildinni.

Afturelding fékk Fylki í heimsókn á sama tíma en Fylkir er á toppnum, 5 stigum á undan HK þegar tvær umferðir eru eftir. Árbæingarnir lögðu Mosfellingana 2-0.

Afturelding 0-2 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('23)
0-2 Benedikt Daríus Garðarsson ('39)

HK 3-1 Fjölnir
0-1 Lúkas Logi Heimisson ('2)
1-1 Atli Arnarson ('18, víti)
2-1 Hassan Jalloh ('80)
3-1 Hassan Jalloh ('83)
Rautt spjald: Gunnar Sigurðsson, Fjölnir ('78)


Athugasemdir
banner
banner