Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 02. september 2022 20:45
Sverrir Örn Einarsson
Steini: Ætluðum okkur að keyra yfir þær
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Aðsend
„Heilt yfir bara góður leikur og góður sigur og bara sannfærandi. Partur af því hvað hann var sannfærandi var að við byrjuðum af krafti og gáfum þeim aldrei andrými og þær fengu aldrei að líða vel þegar við vorum að pressa þær.“ Sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands eftir sannfærandi 6-0 sigur á liði Hvíta Rússlands í Laugardalnum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 KA

Líkt og Steini kom inn á byrjaði Íslenska liðið leikinn afar vel og var komið í 2-0 eftir rétt um korters leik. Hugarfar leikmanna var upp á tíu og engin sem var að láta stórleikinn gegn Hollandi í næstu viku trufla nokkuð í kringum þennan leik og frammistaðan fagmannleg.

„Já heilt yfir var það bara svoleiðis frammistaða sem að skilaði þessum sigri. Við undirbjuggum okkur vel og hugsuðum bara um þennan leik og vorum einbeitt. Það þýðir ekkert að annað. Þó að í sjálfu sér vissum við að við værum með betra lið en Hvíta Rússland þá en samt sem áður þarf maður að mæta í leikinn og mæta með réttu hugarfari til þess að verjast því að lenda í basli og við mættum bara með hugarfar sigurvegarans og ætluðum okkur að vinna og ætluðum okkur að keyra yfir þær og gerðum það vel.“

Vængspil Íslands gekk afskaplega vel í dag og áttu bæði Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanda Andradóttir skínandi leik á köntunum. Var uppleggið að ráðast á veikleika Hvít Rússa á vængjunum?

„Já algjörlega. Við vissum að opnaninar væru töluvert mikið út á vængjunum og í kringum bakverðina og við ætluðum að keyra á þær og nýta okkur það. Heilt yfir gekk það bara vel, Munda og Guðný voru líka að tengja vel við þær og þrýsta vel á bakverðina þannig að þær mynduðu stöðuna tvær á eina þannig að þær fengu góða hjálp Sveindís og Amanda. En heilt yfir var þetta bara liðsframmistaða og raunverulega góður liðssigur.“

Sagði Steini en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stuttlega verkefnið sem framundan er í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner