Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 02. nóvember 2022 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rasmus og Lasse verða ekki áfram hjá Val (Staðfest)
Rasmus verður ekki áfram í Val.
Rasmus verður ekki áfram í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Christiansen og Lasse Petry verða ekki áfram hjá Val. Þetta staðfesti Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, við Fótbolta.net.

Diddi, eins og Sigurður er yfirleitt kallaður, staðfesti þá að Andri Adolphsson væri með samningstilboð á borðinu frá Val.

Rasmus hefur verið á mála hjá Val í lok árs 2015 og hefur leikið með liðinu síðan ef frá er talið tímabilið 2019 þegar hann lék með Fjölni. Þá var hann að snúa til baka eftir erfið meiðsli.

Rasmus er 33 ára miðvörður, hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Í sumar var hann ekki í stóru hlutverki og kom einungis við sögu í ellefu deildarleikjum.

Lasse Petry er þrítugur miðjumaður og kom í Val frá FH um mitt sumar. Lasse var einnig leikmaður Vals tímabilin 2019 og 2020 og varð Íslandsmeistari seinna árið.

Þegar hefur verið greint frá því að þeir Sebastian Hedlund, Jesper Juelsgaard, Heiðar Ægisson og Arnór Smárason yrðu ekki áfrma hjá Val. Heiðar er farinn í Stjörnuna og Arnór var tilkynntur sem leikmaður ÍA í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner