Fullyrt hefur verið að Arnar Gunnlaugsson hafi náð munnlegu samkomulagi um að taka við þjálfun sænska félagsins Norrköping.
Arnar hefur þjálfað Víking undan farin ár og náð stórkostlegum árangri. Hann kláraði sitt fimmta tímabil með félaginu í sumar og vann íslands og bikarmeistaratitil.
Á ferlinum með Víkingum hefur hann unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Instagram reikningurinn TuttoSvenskan greinir frá því að hann hafi náð samkomulagi við félagið um að taka við liðinu en aðilarnir eru þó ekki sammála um allt.
Hann er sagður vilja fá teymið sitt með sér en sænska félagið er ekki á sama máli. Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings lék á sínum tíma með Djurgården í Svíþjóð.
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur einnig verið orðaður við starfið.
Ekki náðist í Arnar Gunnlaugsson né Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi við vinnslu fréttarinnar.