Luke Shaw hefur átt gott tímabil með Manchester United. Hann hefur mest spilað sem vinstri miðvörður í þriggja manna varnarlínu United en einnig reynt fyrir sér í vinstri vængbakverði. Hann átti mjög góðan leik gegn Crystal Palace á sunnudag.
Shaw, sem er þrítugur, hefur mikið glímt við meiðsli á sínum ferli en hann hefur verið heill heilsu frá því í apríl.
Eftir að hafa náð meira en hálfu ári þar sem hann er heill og sýnt góða spilamennsku, þá skilur starfsfólk Manchester United ekkert í því af hverju hann er ekki í enska landsliðinu.
Shaw, sem er þrítugur, hefur mikið glímt við meiðsli á sínum ferli en hann hefur verið heill heilsu frá því í apríl.
Eftir að hafa náð meira en hálfu ári þar sem hann er heill og sýnt góða spilamennsku, þá skilur starfsfólk Manchester United ekkert í því af hverju hann er ekki í enska landsliðinu.
Thomas Tuchel er landsliðsþjálfari Englands og spilar með fjögurra manna varnarlínu og Shaw gæti leyst vinstri bakvörðinn í því kerfi.
Djed Spence, Nico O'Reilly, Myles Lewis-Skelly og Tino Livramento eru þeir leikmenn sem hafa verið í síðustu hópum og geta leyst vinstri bakvörðinn.
Athugasemdir



