Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur verið mikið í fréttum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í tapi liðsins gegn Liverpool um helgina.
Hann fékk að líta tvö gul spjöld á stuttum tíma fyrir að hrauna yfir dómarann. Rob Green, fyrrum markvörður West Ham, gagrýndi hann en Paqueta svaraði honum á X.
Hann fékk að líta tvö gul spjöld á stuttum tíma fyrir að hrauna yfir dómarann. Rob Green, fyrrum markvörður West Ham, gagrýndi hann en Paqueta svaraði honum á X.
Paqueta var ákærður fyrir brot á veðmálareglum í fyrra en var að lokum sýknaður. Hann skrifaði á X um áhyggjur sínar að enska sambandið hafi ekki veitt honum sálfræðiaðstoð í kjölfarið.
Margir innan félagsins eru ekki sáttir með hegðun hans í leiknum en The Guardian greinir frá því að West Ham hyggst bjóða honum aðgang að sálfræðiaðstoð.
Athugasemdir




