Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 03. janúar 2018 10:47
Magnús Már Einarsson
Aron Freyr á leið í Keflavík
Aron Freyr Róbertsson.
Aron Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Aron Freyr Róbertsson, leikmaður Grindavíkur, er á leið í Keflavík samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Hinn 21 árs gamli Aron Freyr er samningsbundinn Grindavík út tímabilið og því þarf Keflavík að kaupa hann í sínar raðir.

Aron Freyr spilaði 18 leiki í hægri vængbakverði með Grindavík í Pepsi-deildinni í fyrra.

Góð frammistaða Arons á fyrri hluta tímabilsins skilaði honum sæti í U21 árs landsliðinu. Síðari hluta tímabilsins átti hann hins vegar ekki fast sæti í byrjunarliði Grindvíkinga.

Aron lék með bæði Keflavík og Víði Garði í yngri flokkunum. Í mars 2016 fór hann frá Keflavík yfir til Grindavíkur þar sem hann spilaði tíu leiki þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni árið 2016.

Keflavík komst upp í Pepsi-deildina á nýjan leik síðastliðið haust en Aron verður fyrsti nýi leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner