Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 03. janúar 2020 10:55
Elvar Geir Magnússon
Zlatan: Fékk fleiri tilboð en þegar ég var 28 ára
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: AC Milan
Zlatan Ibrahimovic var formlega kynntur hjá AC Milan í morgun en þessi sænski sóknarmaður samdi við ítalska stórliðið út yfirstandandi tímabil.

Zlatan, sem er 38 ára, segist hafa fengið fleiri tilboð en hann fékk þegar hann var 28 ára.

„Ég geri mér grein fyrir væntingunum. Ég er klár í slaginn. Ég fékk fleiri tilboð núna, 38 ára, en ég fékk þegar ég var 28 ára. Það komu mörg símtöl en þetta var ekki erfið ákvörðun," segir Zlatan sem er að ganga í raðir AC Milan í annað sinn.

„Milan gaf mér ánægjuna til að spila fótbolta að nýju eftir að ég var hjá Barcelona."

AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar en liðið hefur leikið langt undir væntingum.

„Ég hef fylgst með liðinu að utan og það eru gæði í því. Tímabilið er maraþon en ekki sprettur. Milan er alltaf Milan þó liðið sé ekki það sama og það var."


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner