Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 15:07
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou náði að sannfæra Tel
Mathys Tel er á leið frá Bayern til Tottenham á lánu.
Mathys Tel er á leið frá Bayern til Tottenham á lánu.
Mynd: EPA
Franski blaðamaðurinn Julien Laurens segir að Ange Postecoglou stjóri Tottenham hafi náð að sannfæra Mathys Tel um að ganga í raðir félagsins.

Postecoglou hafi rætt lengi við Tel í morgun og útskýrt fyrir honum hugmyndir sínar um hvernig hann gæti notað hann í liði sínu. Tel, sem var búinn að hafna Tottenham, skipti um skoðun og er á leið til Spurs.

Þessi nítján ára leikmaður Bayern München er lentur í London.

„Þetta er góð lending fyrir Tel, Tottenham og Bayern. Hann hefur velt þessu fyrir sér. Nú er það verkefni Postecoglou að ná því besta út úr honum. Hann er ekki vængmaður, hann á að spila sem fremsti maður. Þá getur hann skorað mörk," segir þýski íþróttafréttamaðurinn Florian Plettenberg.

Tel er að koma á lánssamningi út tímabilið. Talað er um að ekki séu nein ákvæði um kaup næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner