Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 03. mars 2023 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta
Hlynur Freyr.
Hlynur Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði.
Fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson gekk í raðir Vals í síðasta mánuði og skrifaði undir samning út tímabilið 2025. Hann er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin ár verið á mála hjá Bologna á Ítalíu.

„Fyrstu vikurnar hafa verið geggjaðar, mér líst hrikalega vel á þetta og er virkilega ánægður. Mér leið eins og þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Ég var að leita eftir meistaraflokksbolta var í U19 hjá Bologna. Ég var búinn að pæla í þessu í svolítinn tíma og taldi þetta vera rétta tímapunktinn," sagði Hlynur við Fótbolta.net í dag.

En af hverju Valur en ekki Breiðablik? „Addi náði að sannfæra mig mjög vel, mér leist virkilega vel á verkefnið og hvað þeir væru að pæla."

Hvernig metur hann samkeppnina hjá Val? „Ég vona að ég fái mikinn spiltíma, það er ekkert annað hægt að gera en að leggja hart að sér og svo sjáum við til - bara að keyra á þetta."

Hlynur fór til Bologna sem miðjumaður en spilar nú oftast sem hægri bakvörður. Hjá Val verður hann því í samkeppni við reynsluboltann Birki Má Sævarsson. „Það leggst vel mig, þetta verður alvöru samkeppni. Við þurfum bara að sjá til hvað gerist. Þegar ég kom til Vals horfði ég í að ég gæti lært fullt af honum og af fullt af öðrum leikmönnum."

Hlynur getur líka spilað á miðjunni og í miðverðinum. „Ég er til í að spila hvar sem, mig langar bara að spila fótbolta, en hægri bakvörðurinn er aðalstaðan mín."

Hlynur segir að þjálfararnir Addi Grétars og Siggi Höskulds séu búnir að hjálpa sér mjög mikið fyrstu þrjár vikurnar í Val.

Er erfitt að taka skrefið og koma heim?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þetta rétt ákvörðun, fínt að koma heim í meistaraflokksbolta. Stefnan er að fara aftur út. Við sjáum til hvenær eða hvort það gerist. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu tímabili og sjá hvað gerist, maður veit aldrei."

Hlynur er fyrirliði U19 ára landsliðsins sem er á leið í milliriðla fyrir EM í sumar. Liðið spilar þrjá leiki á Englandi seinna í þessum mánuði. „Ég er virkilega spenntur, get ekki beðið eftir að hitta alla strákana og spila með þeim. Þetta er geggjað lið og ég er virkilega spenntur fyrir því."

„Þetta var hörkuriðill sem við vorum í en við höfum alltaf trú á okkur. Við erum með geggjað lið og frábæra liðsheild. Ég var virkilega bjartsýnn fyrir forkeppnina síðasta haust."


Verandi fyrirliði er leiðtogahæfni einn af þínum styrkleikum?

„Ég myndi segja það, hraður, sterkur og kannski ágætis hægri löpp," sagði Hlynur að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má sjá Hlyn svara fleiri spurningum um tímann á Ítalíu.
Athugasemdir
banner