Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 03. mars 2023 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta
Hlynur Freyr.
Hlynur Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði.
Fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson gekk í raðir Vals í síðasta mánuði og skrifaði undir samning út tímabilið 2025. Hann er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin ár verið á mála hjá Bologna á Ítalíu.

„Fyrstu vikurnar hafa verið geggjaðar, mér líst hrikalega vel á þetta og er virkilega ánægður. Mér leið eins og þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Ég var að leita eftir meistaraflokksbolta var í U19 hjá Bologna. Ég var búinn að pæla í þessu í svolítinn tíma og taldi þetta vera rétta tímapunktinn," sagði Hlynur við Fótbolta.net í dag.

En af hverju Valur en ekki Breiðablik? „Addi náði að sannfæra mig mjög vel, mér leist virkilega vel á verkefnið og hvað þeir væru að pæla."

Hvernig metur hann samkeppnina hjá Val? „Ég vona að ég fái mikinn spiltíma, það er ekkert annað hægt að gera en að leggja hart að sér og svo sjáum við til - bara að keyra á þetta."

Hlynur fór til Bologna sem miðjumaður en spilar nú oftast sem hægri bakvörður. Hjá Val verður hann því í samkeppni við reynsluboltann Birki Má Sævarsson. „Það leggst vel mig, þetta verður alvöru samkeppni. Við þurfum bara að sjá til hvað gerist. Þegar ég kom til Vals horfði ég í að ég gæti lært fullt af honum og af fullt af öðrum leikmönnum."

Hlynur getur líka spilað á miðjunni og í miðverðinum. „Ég er til í að spila hvar sem, mig langar bara að spila fótbolta, en hægri bakvörðurinn er aðalstaðan mín."

Hlynur segir að þjálfararnir Addi Grétars og Siggi Höskulds séu búnir að hjálpa sér mjög mikið fyrstu þrjár vikurnar í Val.

Er erfitt að taka skrefið og koma heim?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þetta rétt ákvörðun, fínt að koma heim í meistaraflokksbolta. Stefnan er að fara aftur út. Við sjáum til hvenær eða hvort það gerist. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu tímabili og sjá hvað gerist, maður veit aldrei."

Hlynur er fyrirliði U19 ára landsliðsins sem er á leið í milliriðla fyrir EM í sumar. Liðið spilar þrjá leiki á Englandi seinna í þessum mánuði. „Ég er virkilega spenntur, get ekki beðið eftir að hitta alla strákana og spila með þeim. Þetta er geggjað lið og ég er virkilega spenntur fyrir því."

„Þetta var hörkuriðill sem við vorum í en við höfum alltaf trú á okkur. Við erum með geggjað lið og frábæra liðsheild. Ég var virkilega bjartsýnn fyrir forkeppnina síðasta haust."


Verandi fyrirliði er leiðtogahæfni einn af þínum styrkleikum?

„Ég myndi segja það, hraður, sterkur og kannski ágætis hægri löpp," sagði Hlynur að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má sjá Hlyn svara fleiri spurningum um tímann á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner