Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. apríl 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is/DV 
„Enginn annar komist svona langt án þess að eiga alvöru landsleik"
Auðvitað er þetta mjög spes
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Þórarinsson er á leið inn í sitt annað tímabil með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Guðmundur verður 29 ára seinna í mánuðinum og hefur spilað sem vinstri bakvörður í New York.

Hann gekk í raðir félagsins frá Norrköping í janúar í fyrra og skömmu síðar var sett á útgöngubann í New York. Gummi er uppalinn hjá Selfossi en fór í atvinnumennsku árið 2013 eftir viðkomu hjá ÍBV.

Hann á fimm A-landsleiki að baki en hefur ekki leikið alvöru keppnisleik, allir leikir Gumma hafa verið vináttuleikir.

Hörður Snævar Jónsson á 433.is ræddi við Gumma um lífið í New York og hjá félaginu. Fjarvera Guðmundar í landsliðinu verður oft að umræðuefni í kringum landsliðsvöl. Hann var spurður út í A-landsliðið og hafði þetta að segja.

„Besta leiðin til að útskýra þetta er að það er æskudraumur að spila fyrir landsliðið, maður er keppnismaður. Ég er alltaf að komast lengra og lengra, ég vinn deildina og bikarinn í Noregi [með Rosenborg], ég spila að mínu viti með best spilandi liðinu í Svíþjóð á þeim tíma sem ég er þar."

„Núna er ég í sennilega besta umhverfinu í Bandaríkjunum, City Football Group sem á liðið. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig, auðvitað er þetta mjög spes þegar maður pælir í þessu. Ég pæli ekki jafn mikið í þessu eins og ég gerði, maður er að verða aðeins eldri og veit hvernig þetta virkar. Maður sættir sig samt aldrei við það að vera ekki í landsliðinu, sérstaklega þegar maður hefur eitthvað fram að færa,“
sagði Guðmundur við 433.is.

„Þegar maður veit að maður hefur eitthvað fram að færa fyrir land og þjóð, þetta er sérstök blanda af tilfinningum. Maður vill að liðinu gangi vel en að sama skapi finnst manni það grátlegt að vera ekki þarna, maður veit hvað það er sérstök tilfinning að spila fyrir þjóðina. Þetta hefur áhrif á mann, þetta er það sem mann dreymdi um þegar maður var sex ára."

„Auðvitað vona ég að ég fái tækifærið, ég veit að ég hef eitthvað fram að færa. Þetta kennir manni helling, ég reyni frekar að halda í það að vera stoltur af því hvað ég hef náð langt án þess að hafa fengið tækifæri með landsliðinu. Eins og ég sé þetta hefur enginn annar íslenskur leikmaður í sögunni komist svona langt án þess að eiga alvöru landsleik,"
sagði Guðmundur við Hörð Snævar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner