Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   fim 03. apríl 2025 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Jón Guðni kom inn á í hálfleik gegn Panathinaikos og átti góðan leik í frábærum sigri Víkings í Helsinki. Það var hans síðasti leikur á ferlinum.
Jón Guðni kom inn á í hálfleik gegn Panathinaikos og átti góðan leik í frábærum sigri Víkings í Helsinki. Það var hans síðasti leikur á ferlinum.
Mynd: Víkingur
Marki Matthíasar í Helsinki fagnað.
Marki Matthíasar í Helsinki fagnað.
Mynd: Víkingur
'Ég held það sé alveg hægt að enda þetta á verri veg en með sigri á móti Panathinaikos'
'Ég held það sé alveg hægt að enda þetta á verri veg en með sigri á móti Panathinaikos'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Á endanum er þetta mín ákvörðun sem ég tek sjálfur án nokkurar pressu'
'Á endanum er þetta mín ákvörðun sem ég tek sjálfur án nokkurar pressu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur ekki legið fyrir lengi en þetta er eitthvað sem ég er búinn að liggja á, hugsa um og velta fyrir mér í alveg nokkrar vikur núna," segir Jón Guðni Fjóluson sem er búinn að leggja skóna á hilluna.

Víkingur sagði frá tíðindunum í gær en Jón Guðni er að kalla þetta gott vegna hnémeiðsla.

„Það hefur verið stigvaxandi í rauninni frá því að ég byrjaði að spila í fyrra, eitthvað sem var bara orðið of mikið og líkamann að höndla. Það hjálpaði til við að segja stopp. Þetta var alveg komið þangað að vera vont dagsdaglega og ég náði ekki endurheimt milli æfinga eða leikja. Þetta var orðið of mikið álag á hnén."

„Ég veit ekki hvort ég megi segja frá því en þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft þá ertu kominn á slæman stað."

„Læknarnir voru ekkert að öskra á mig að stoppa, en þeir ráðlögðu mér aðeins og sögðu að það væri kannski ekkert rosalega sniðugt að halda áfram. Á endanum er þetta mín ákvörðun sem ég tek sjálfur án nokkurrar pressu."


Jón Guðni verður 36 ára eftir viku. Hann er frá Þorlákshöfn en skipti yfir í Fram í 3. flokki og hóf meistaraflokksferilinn 2007. Hann var erlendis í atvinnumennsku í rúman áratug og lék 18 leiki fyrir A-landsliðið.

„Það er auðvitað mjög erfitt að hætta einhverju sem þú ert búinn að gera allt þitt líf, en ég er samt ennþá nokkuð sáttur við þessa ákvörðun. Mér finnst þetta vera meira mín ákvörðun. Ég náði að spila aftur eftir meiðslin sem ég lenti í úti í Svíþjóð. Það var mitt markmið að komast aftur á lappir og ná að spila aftur, ég náði því og þetta er því aðeins auðveldara núna en þetta hefði verið þá."

„Ég meiddist 4. október 2021. Að hafa komist aftur á völlinn eftir þau meiðsli er ákveðinn sigur fyrir mig og að fá að enda þetta nokkurn veginn á mínum nótum, ekki bara læknar sem ákveða þetta fyrir mig."


Varnarmaðurinn sneri heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2024. Hann fór nokkuð vel af stað með Víkingi og náði að spila 17 deildarleiki og fjóra bikarleiki. Hans lokaleikur á ferlinum var sigurleikur Víkings gegn Panathinaikos í febrúar.

„Þetta var geggjað tímabil heilt yfir, við vorum með í öllum keppnum og spiluðum eins marga leiki og við mögulega gátum, en töpum þessum tveimur titlum í úrslitaleikjum sem situr svolítið eftir og svíður. En annars getum við litið til baka og verið mjög stoltir af þessu tímabili."

„Það var geggjað að taka þátt í Evrópuævintýrinu, að ná svona langt og leikirnir voru virkilega skemmtilegir. Það var gaman að mæta öðrum andstæðingum en við spilum við hérna heima. Ég held að við getum verið mjög stoltir af því."

„Ég held það sé alveg hægt að enda þetta á verri veg en með sigri á móti Panathinaikos. Það er flott að enda þetta þannig. Það var geggjaður leikur af okkar hálfur og ef eitthvað er þá hefðum við átt að vinna þann leik stærra en við gerðum. Við gerðum allt mjög vel í þeim leik og þetta sýnir íslenskum liðum að það er góður möguleiki að ná langt í þessum keppnum,"
segir Jón Guðni.

Viðalið í heild sinni er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner