Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 03. maí 2016 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 4. sæti
Jóhann Helgi Hannesson og Jónas Björgvin Sigurbergsson.
Jóhann Helgi Hannesson og Jónas Björgvin Sigurbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hinn síungi Sandor Matus er í markinu hjá Þór.
Hinn síungi Sandor Matus er í markinu hjá Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Elías Jónsson er fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson er fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þór 161 stig
5. HK 157 stig
6. Grindavík 141 stig
7. Fram 119 stig
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

4. Þór
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 1. deild
Eftir fall úr Pepsi-deildinni 2014 voru Þósarar nálægt toppnum í 1. deildinni lengi vel í fyrra. Liðið var úr leik í baráttunni fyrir lokaumferðina og endaði að lokum í 4. sæti deildarinnar. Þórsurum er spáð sama sæti í ár.

Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Þórsara. Donni náði aðdáunarverðum árangri með Tindastól frá 2011 til 2013 en árið 2014 var hann aðstoðarþjálfari hjá Val. Hann tók í kjölfarið við Þór.

Styrkleikar: Reynslumikill kjarni í hópnum hefur spilað lengi saman og uppaldir leikmenn eru líkt og áður í lykilhlutverkum. Þórsarar eru með einn öflugasta framherjann í deildinni í Jóhanni Helga Hannessyni en hann sér um að draga vagninn í sóknarleiknum. Hafa ekki misst marga leikmenn frá því í fyrra og Donni er kominn á annað ár með sínar áherslur fyrir liðið.

Veikleikar: Þórsarar fengu fimm rauð spjöld og 57 gul spjöld í fyrra. Leikbönnin geta verið dýr en Jóhann Helgi byrjar til dæmis mótið í tveggja leikja banni. Breiddin í hópnum er ekki mjög mikil og lykilmenn verða að haldast heilir. Mjög misjafnir varnarlega, geta haldið hreinu í einum leik en fengið þrjú mörk eða fleiri á sig í næsta leik.

Lykilmenn: Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Bessi Víðisson hefur skorað talsvert mikið fyrir Þórsara í vetur. Bessi raðaði inn mörkum með Dalvík/Reyni sumarið 2012 en hefur verið mikið meiddur síðan þá. Fær nú tækifæri í 1. deildinni.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Agnar Darri Sverrisson frá Víkingi R.
Bessi Víðisson frá Dalvík/Reyni
Bjarki Aðalsteinsson frá Bandaríkjunum
Gauti Gautason frá KA
Hákon Ingi Einarsson frá Kára

Farnir:
Alfons Sampsted í Breiðablik (Var á láni)
Balázs Tóth
Halldór Orri Hjaltason í Völsung
Kristinn Þór Rósbergsson í Magna
Steinþór Már Auðunsson í Völsung
Þórður Steinar Hreiðarsson

Fyrstu leikir Þórs:
7. maí Leiknir R. - Þór
14. maí Þór - Fram
21. maí HK - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner