Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Berst við Pickford um markvarðarstöðuna - „Við erum í sama gæðaflokki"
Joao Virginia
Joao Virginia
Mynd: EPA
Joao Virginia, markvörður Everton á Englandi, segist vera í sama gæðaflokki og enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford.

Virginia er 22 ára gamall og uppalinn hjá Benfica en hann samdi við Arsenal árið 2015.

Hann eyddi þremur árum í akademíu félagsins áður en hann fór til Everton.

Virginia á þrjá leiki að baki fyrir aðallið Everton. Hann spilaði einn leik í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum og lék þá tvo í bikarkeppnunum, allt á sömu leiktíð.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Sporting í Portúgal og lék þar átta leiki. Hann stóð meðal annars í markinu í 4-2 tapi gegn Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Virginia er nú mættur aftur til Everton og ætlar að veita Pickford samkeppni í vetur.

„Ég þarf að spila og ég veit að ég er tilbúinn. Þetta verður leyst á undirbúningstímabilinu. Everton er mér eins og fjölskylda, þannig ég mun gera það sem félagið segir mér að gera," sagði Virginia.

„Hvað sem gerist þá mun ég vera þarna og berjast um að vera markvörður númer eitt. Ég veit að ég er tilbúinn að spila leiki ég hef sýnt það, sérstaklega á síðustu tveimur árum."

„Fyrst og fremst verð ég að hafa trú á eigin hæfileikum og ég hef mikla trú á þeim. Ég sé það á hverjum degi og mér finnst ég vera í sama gæðaflokki og hef enga ástæðu til að trúa öðru,"
sagði hann ennfremur við Goal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner