Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evans á skrifstofuna hjá Man Utd
Mynd: EPA
Norður-írski reynsluboltinn Jonny Evans lagði skóna á hilluna í sumar eftir að hafa lokið sínu öðru skeiði sem leikmaður Manchester United. Evans er 37 ára, fæddur í Belfast en er uppalinn hjá United.

Þó að skórnir séu komnir upp í hillu er Evans ekki farinn frá United. Hann hefur tekið við starfi á skrifstofunni. Hann á að sjá um unga leikmenn, ákveða hvert þeir fara á láni, fylgjast með þeim þar og reyna hámarka líkur á að þeir verði aðalliðsmenn í framtíðinni.

Hann mun vinna náið með Jason Wilcox, yfirmanni fótboltamála, hjá félaginu. Evans er að klára UEFA A-þjálfaragráðuna.

Hann var hjá félaginu frá sextán ára aldri, frá 2004-2015 og þekkir því hvernig á að komast í gegn hjá þessu stóra félagi. Hann fór næst til WBA og lék einnig með Leicester áður en hann sneri aftur á Old Trafford árið 2023 og var í stæirra hlutverki en fyrst var búist við.

Evans varð þrisvar sinnum Englandsmeistari, vann Meistaradeildina og HM félagsliða ásamt því að verða tvisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli.
Athugasemdir