Heimild: Stöð 2 Sport
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, telur að Jonathan Hendrickx verði ekki saknað hjá KA.
Í kvöld var staðfest að Hendrickx hefði spilað sinn síðasta leik.
Enn og aftur er talað um að heimþrá sé ástæða þess að hann hverfi af landinu.
Í kvöld var staðfest að Hendrickx hefði spilað sinn síðasta leik.
Enn og aftur er talað um að heimþrá sé ástæða þess að hann hverfi af landinu.
„Það sem hefur verið í umræðunni er að heimþrá hafi verið að plaga hann. Það var allavega þannig þegar hann var hjá FH og maður heyrði af því hjá Blikunum líka," segir Atli Viðar.
„Ég hef það á tilfinningunni að KA-menn hafi ekkert grátið það mjög mikið þegar hann vildi fara. Mér finnst hann ekki vera búinn að koma með mikið að borðinu. Hann gerir ekki mörk og gerir ekkert aukalega, ákvarðanatökur hans á síðasta þriðjungi eru yfirleitt ekki góðar. Ég held að skarð hans verði ekkert svakalega stórt."
KA hefur þegar fengið til sín mann í stað Hendrickx en danski bakvörðurinn Mark Gundelach var kynntur í gær.
„KA hafði tryggt sér þennan staðgengil fyrir helgina. Þetta er búið að liggja fyrir," segir Atli Viðar.
Athugasemdir