Jonathan Hendrickx hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KA en hann er á leið til Belgíu á morgun.
Þetta staðfesti Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, við fjölmiðla eftir leik en hann vildi þó ekki gefa upp hver ástæðan sé.
„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun," sagði Hallgrímur.
Þetta staðfesti Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, við fjölmiðla eftir leik en hann vildi þó ekki gefa upp hver ástæðan sé.
„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun," sagði Hallgrímur.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Keflavík
Fyrir tímabilið skrifaði Hendrickx undir samning við KA út tímabilið 2023 en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net má ekki búast við því að hann snúi aftur í KA treyjuna.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að hann hafi fengið heimþrá, eitthvað sem líka var talað um áður en hann yfirgaf Breiðablik fyrir nokkrum árum.
KA, sem er í baráttu um Evrópusæti, tilkynnti í gær að félagið hefði fengið Mark Gundelach en þessi danski hægri bakvörður á að fylla skarð Hendrickx.
„Hann verður besti sóknar hægri bakvörður deildarinnar. Mjög góður leikmaður," skrifaði Gregg Ryder, fyrrum þjálfari Þróttar, á Twitter en Ryder starfar nú hjá HB Köge þar sem Gundelach spilaði.
Athugasemdir