„Ég held að við getum þakkað fyrir þetta stig sem við fengum hérna," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir jafntefli gegn Fylki á útivelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Leiknir R.
„Mér fannst við byrja þennan leik fínt og mér fannst þetta vera stál í stál til að byrja með og bara góður fótboltaleikur í gangi. Svo fannst mér aðeins síga á okkur undir lok fyrri hálfleiks og þeir tóku yfir. Mér fannst Fylkismenn spila vel og kom mér á óvart krafturinn í þeim, að þeir hafi verið á undan okkur í seinni bolta og annað slíkt. Fullt credit á þá, mér fannst Fylkir góðir í kvöld."
Fylkismenn fengu rautt spjald undir lok leiks, hvað fannst þér?
„Hann fer seint í hann, ég held að gult hefði verið nóg," sagði Siggi.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir