Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. september 2022 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin úr leik Chelsea: Mark dæmt af í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða West Ham

Chelsea lagði West Ham að velli í hörkuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR lék stórt hlutverk.


West Ham tók forystuna á 62. mínútu og voru einhverjir stuðningsmenn Chelsea sem vildu fá aukaspyrnu dæmda þar sem þeim fannst vera brotið á Edouard Mendy markverði.

Markið stóð og náði Chelsea að jafna og taka forystuna áður en Maxwel Cornet kom inn af bekknum. Hann gerði vel að koma sér í færi til að skalla boltann í stöngina skömmu eftir innkomuna og setti boltann svo í netið á 90. mínútu en markið ekki dæmt gilt eftir athugun með VAR. Svekkjandi fyrir Cornet sem hélt hann hefði gert jöfnunarmark í grannaslag í frumraun sinni með West Ham.

Jarrod Bowen var dæmdur brotlegur í aðdragandanum þar sem hann skildi fótinn eftir og rak hann í Mendy sem lá eftir að því virtist sárkvalinn. David Moyes og þjálfarateymi hans kvörtuðu sárann undan þessari ákvörðun en hún stóð og lokatölur urðu 2-1 fyrir Chelsea.

Þá var Reece James heppinn að sleppa við að fá rautt spjald þegar hann sparkaði í Michail Antonio. Antonio brást ekki vel við og rifust samlandarnir og fengu báðir gult spjald að launum.

Sjáðu mark Michail Antonio
Sjáðu markið sem dæmt var af
Sjáðu Reece James sparka í Michail Antonio


Athugasemdir
banner
banner
banner